• dc3bw

Primera

ASÍ gagn­rýn­ir aðgerðir Pri­mera

Boeing 737-800 farþegaþota flugfélagsins Primera Air.stækka

Boeing 737-800 farþegaþota flug­fé­lags­ins Pri­mera Air. 

 „Miðstjórn ASÍ árétt­ar að um kaup og kjör þess­ara áhafna fer sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um og kjara­samn­ing­um, hvort held­ur litið er til laga um starfs­manna­leig­ur eða laga um rétt­indi og skyld­ur er­lendra fyr­ir­tækja sem senda starfs­menn tíma­bundið til Íslands.Þetta seg­ir í álykt­un miðstjórn­ar ASÍ þar sem harðlega er mót­mælt „aðför Pri­mera Air að rétt­ind­um launa­fólks hér á landi.“

 

Greint hef­ur verið frá því að starfs­fólki Pri­mera á Íslandi hef­ur verið sagt upp störf­um en grísk­ar flug­freyj­ur ráðnar inn sem verk­tak­ar í gegn­um er­lenda áhafna­leigu. Til stend­ur að flytja starf­semi fé­lags­ins til Lett­lands og er aðgerðin liður í því. Þá hef­ur starfs­fólki í Svíþjóð verið sagt upp af sömu sök­um. Stjórn­ar­formaður Pri­mera, Andri Már Ing­ólfs­son, hef­ur hins veg­ar sagt það eðli­lega ráðstöf­un að nota áhafna­leig­ur fyr­ir hluta af þeirri starf­semi til ein­föld­un­ar á starfs­manna­mál­um, enda þurfi sum­ir flugliðar að flytja sig á milli landa eft­ir verk­efn­um. Þá hef­ur hann bent á að eðli starf­sem­inn­ar sé í grunn­inn gjör­ólík venju­legu áætl­un­ar­flug­fé­lagi sem flýg­ur all­ar sín­ar ferðir frá sama stað.

Starfs­stöð þar sem vinna hefst og end­ar

Tekið er fram að Pri­mera Air stundi reglu­bundið flug frá Íslandi til nokk­urra áfangastaða í Evr­ópu með flug­vél­um skráðum utan Íslands en á EES-svæðinu sem leigðar eru með áhöfn til þess að sinna þessu flugi.

ASÍ Alþýðusamband Íslands

ASÍ Alþýðusam­band Íslands mbl.is/​Hjört­ur

Áhafn­ir þess­ara flug­véla, al­veg eða að hluta, eiga tíma­bundið eða var­an­lega aðal­starfs­stöð sína hér á landi þar sem vinna þeirra hefst og end­ar.

„Alþýðusam­bönd­in á öll­um Norður­lönd­un­um líta þenn­an rekst­ur og aðferðafræði lággjalda­flug­fé­lag­anna al­var­leg­um aug­um og hyggj­ast hindra brot þeirra með öll­um til­tæk­um ráðum,“ seg­ir í til­kynn­ingu ASÍ.

„ASÍ mun ekki liggja á liði sínu í því efni og leitað verður allra leiða til þess að stöðva hina ólög­mætu starf­semi.“

Þá skor­ar fé­lagið að lok­um á ís­lensk stjórn­völd að nýta lög­bundn­ar heim­ild­ir sín­ar til þess að stöðva þessa brot­a­starf­semi fé­lags­ins þegar í stað og bent er á heim­ild­ir í fyrr­nefnd­um lög­um.