Jóla- og áramótalokun FFÍ

Samkvæmt venju verður skrifstofa Flugfreyjufélags Íslands lokuð yfir jól og áramót. Lokað verður frá og með föstudeginum 22. desember til og með miðvikudagsins 3. janúar. Skrifstofan opnar aftur fimmtudaginn 4. janúar kl. 10.00.  

Fyrir þá sem vilja skila af sér lyklum eða pappírum er rétt að benda á að búið er að koma fyrir póstlúgu við aðaldyr FFÍ.

Fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands

Bergdís I. Eggertsdóttir

Niðurstöður kosninga um kjarasamning WOW

Niðurstöður rafrænna kosninga um kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands og WOWair liggja fyrir.  Á kjörskrá voru 496, atkvæði greiddu 311 eða 62,7%.

  • Já sögðu 143 eða 45,98%.
  • Nei sögðu 164 eða 52,73%.
  • Fjórir tóku ekki afstöðu eða 1,29%.

Samningar hafa því verið felldir.

Upplýsingar eru settar fram myndrænt hér. 

kjörstjórn

Rafræn kosning um kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands og WOW air

Opið verður fyrir kosningu um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands og WOW air frá kl. 14.00 mánudaginn 11. desember til kl. 14.00 föstudaginn 15. desember. Kosningabærir aðilar eru starfsmenn WOW air sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélags Íslands. Til að geta kosið verður að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.  Hægt er að kynna sér nánari leiðbeiningar um hvernig kosið er hérna.   

Til að kjósa er smellt á meðfylgjandi hlekk: https://kjosa.vottun.is/Home/Vote/17?lang=IS

Kjörstjórn Flugfreyjufélags Íslands

Orlofsfréttir - laus hús eftir úthlutun

Kæru félagsmenn


Þeir sem fengu synjun á umsókn um orlofshús FFÍ í sumar geta nú farið á orlofssíðuna og þar í ,,laus tímabil´´ og valið sér viku.

Athugið að greiða þarf strax líkt og við bókun að vetri. Eftir 5. maí verður síðan það sem eftir stendur af sumrinu opnað til umsóknar fyrir alla.

Kær kveðja,
Orlofsnefnd

Sumaropnunartími FFÍ 2017

Sumaropnun skrifstofu FFÍ

Frá og með 6. júní til 30. september er skrifstofa FFÍ opin frá 10 – 13 alla virka daga.

Hægt er að senda erindi og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng.

Almenn fyrirspurn: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Orlofshúsin: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sjúkrsjóður:

Hægt er að senda umsókn til sjúkrasjóðs rafrænt á http://ffi.is/sjukrasjodur/umsokn

Ef frumrit kvittana er rafrænt þá er hægt að áframsenda það á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. annars er hægt að koma þeim til okkar á skrifstofuna á opnunartíma eða utan opnunartíma í póstkassa FFí staðsett í anddyri Hlíðasmára 15.

Hægt er að bóka viðtal við formann og varaformann utan skrifstofutíma.
Berglind - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími: 868-4010
Orri - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími:698-0818

Kær kveðja með ósk um gott sumar

Starfsfólk skrifstofu FFÍ

Bréf frá Kjörstjórn

Kæru félagsmenn FFÍ,

Kjörstjórn vill minna félagsmenn á það að nú stendur yfir kosning til stjórnar FFÍ og henni lýkur kl. 23:59 þann 1. maí nk.

Til að greiða atkvæði þurfa félagsmenn að fara á sérstaka kosningasíðu sem er aðgengileg í gegnum hlekk á vefsíðu Flugfreyjufélagsins, www.ffi.is

Auðkenna sig þarf með kennitölu og annað hvort íslykli eða rafrænum skilríkjum. Athugið að hægt er að nálgast íslykil með fljótlegum hætti á umræddri vefsíðu.

Athugið að hægt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni og er það nýjasta atkvæði hvers kjósanda sem gildir.

Kjörstjórn hvetur alla til að nýta atkvæðarétt sinn. Klukkan 13:30 í dag höfðu 390 félagsmenn kosið sem er um þriðjungur þeirra sem er á kjörskrá.

Kjörstjórn